Hoppa yfir valmynd
28. mars 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Námskrárnar gefnar út

Fyrstu eintökin af námskránum í prentaðri útgáfu komin í hús.

námskrár 2012
námskrár 2012

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur fengið fyrstu eintökin af prentaðri útgáfu námskránna í hendur. Í vetur hafa nýju námskrárnar, fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, verið kynntar kennurum og öðrum starfsmönnum í skólum og þegar líður á vorið verða þær kynntar almenningi og þá jafnframt opnuð ný heimasíða, sem gerir efnið aðgengilegt fyrir fagfólk, foreldra og aðra, sem áhuga hafa á því.
Í námskránum birtist ný menntastefna, sem hefur það meginmarkmið að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf, sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Kjarni menntastefnunnar er settur saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum