Hoppa yfir valmynd
15. maí 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Brúðuleikhús í alla 2. bekki

Verkefnisstjórn um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um brúðuleiksýningu í 2. bekk allra grunnskóla á Íslandi.

Verkefnisstjórn innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis um vitundarvakningu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hefur undirritað samning við brúðuleikarana Hallveigu Thorlacius og Helgu Arnalds um brúðuleiksýningu í 2. bekk allra grunnskóla á Íslandi. Vitundarvakningin er hluti af skuldbindingum íslenskra stjórnvalda í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri misbeytingu gegn börnum.

Sýningunni, Krakkarnir í hverfinu, er ætlað er að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapurinn er: Þú færð hjálp ef þú segir frá.  Hallveig og Helga fara á vegum vitundarvakningarinnar með brúðurnar í kennslustofur til allra barna sem eru í 2. bekk grunnskóla.  Farið verður í skólana nú á vordögum og haldið áfram næsta vetur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum