Hoppa yfir valmynd
1. júní 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrsla um frumgreinanám

Ríkisendurskoðun hefur gert skýrslu um lagaumgjörð, fyrirkomulag og fjármögnun  frumgreinanámsÍ nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um lagaumgjörð, fyrirkomulag og fjármögnun svokallaðs frumgreinanáms íslenskra skóla og vikið að árangri nemenda sem hafa lokið því. Nám þetta, sem er í eðli sínu á framhaldsskólastigi, var upphaflega hugsað sem úrræði fyrir útskrifaða iðnnema sem hugðu á verk- eða tæknifræðinám á háskólastigi. Á undanförnum árum hefur það hins vegar þróast í að verða æ almennari undirbúningur fyrir háskólanám og þar með nokkurs konar óformleg hliðstæða náms til stúdentspróf.

Í viðbrögðum mennta- og menningarmálaráðuneytis við skýrsluna kemur fram að það getur tekið undir athugasemd Ríkisendurskoðunar um samhengi milli frumgreinanáms og almenns framhaldsskólanáms á Íslandi. Hvað varðar fyrirsjáanlegar breytingar á lagaumgjörð frumgreinanáms er vísað til frumvarps um breytingu á lögum nr. 63/2006 um háskóla, sem lagt hefur verið fram á Alþingi á 140. löggjafarþingi 20112012. Samkvæmt 19. gr. þeirra laga er háskólum heimilt, að fengnu samþykki ráðuneytis, að bjóða upp á aðfararnám fyrir einstaklinga, sem ekki uppfylla inntökuskilyrði í háskóla. Í frumvarpinu er m.a. gerð tillaga í þá veru að ráðherra verði heimilt að gefa út reglur um umgjörð og inntak aðfaranáms í háskólum og með því skapast svigrúm til frekari samræmis frumgreinanáms / aðfararnáms við lög um framhaldsskóla og framhaldsfræðslu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum