Hoppa yfir valmynd
15. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lærum hvert af öðru – virkjum grunnþættina

Málþing í Flensborgarskóla í Hafnarfirði 31. ágúst um grunnþættina í námsskránum

Menntastefna
Menntastefna

Með útgáfu nýrrar aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla er brotið blað í íslensku skólastarfi. Áherslan er færð á nemandann og hæfni hans til að takast á við áskoranir daglegs lífs, starfsumhverfis og næsta skólastigs. Nám í skóla felur ekki einungis í sér aukna þekkingu, leikni og hæfni í mismunandi námsgreinum heldur stuðlar jafnframt að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Liður í því er innleiðing grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Í tilefni af því heldur mennta- og menningarmálaráðuneyti í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands málþingið: Lærum hvert af öðru – virkjum grunnþættina í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 31. ágúst nk. Erindi og kveikjur í upphafi þings verða send út samtímis á vef og í kjölfarið haldnar málstofur. Vefur málþingsins.

  • Vakin er athygli á því að opnað hefur verið fyrir skráningu þátttakenda sem ætla að mæta á málþingið í Flensborg. Þeir sem taka þátt annars staðar á landinu skrá sig ekki hér.
  • Málþingið  er ætlað þeim er áhuga hafa á virkjun grunnþátta í skólastarfi.
  • Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en þátttakendur beðnir um að skrá sig á vef málþingsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum