Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Verzlunarskóli Íslands hlýtur Gulleplið

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Verzlunarskólanum Gulleplið – viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflandi framhaldsskóla
Verzlunarskóli Íslands hlýtur Gulleplið
Verzlunarskóli Íslands hlýtur Gulleplið


Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti Verslunarskóli Íslands Gulleplið – viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði  heilsueflandi framhaldsskóla, við athöfn í skólanum í morgun. Meðal þess, sem gert hefur verið til að bæta heilsu nemenda í skólanum er frumkvæði þeirra að breyttu vöruframboði í mötuneyti nu, t.d. er hætt að selja gosdrykki og sælgæti og í þess stað boðið upp á hollan mat og drykki.

Markmiðið með verkefninu heilsueflandi framhaldsskólar er að stuðla markvisst að velferð og góðri heilsu framhaldsskólanemenda. Enda hafa rannsóknir sýnt að heilsueflandi umhverfi bætir líðan nemenda og stuðlar að betri námsárangri. Verkefnið snýr að heildrænni stefnu í forvarna- og heilsueflingarmálum sem  gerir framhaldsskólum kleift að marka sér skýra stefnu, skerpa á aðgerðaráætlunum og forvörnum og jafnframt mynda á hagnýtan hátt skýran ramma utan um þennan almenna málaflokk.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum