Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Umsóknir um viðurkenningu erlendrar iðnmenntunar

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur samið við IÐUNA-fræðslusetur ehf. og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins um að liðsinna einstaklingum með iðnmenntun frá erlendum skólum við að afla sér viðurkenningar á menntun sinni.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur samið við IÐUNA-fræðslusetur ehf. og Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins um að liðsinna einstaklingum með iðnmenntun frá erlendum skólum við að afla sér viðurkenningar á menntun sinni. Hér eftir eiga þeir sem óska eftir að fá iðnmenntun sína viðurkennda að snúa sér til þessara fræðsluaðila, rafiðnaðarmenn til Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins, aðrir til IÐUNNAR-fræðsluseturs, með gögn sín og munu þeir fá leiðbeiningar þar um hvernig staðið er að umsókn. IÐAN og Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins aðstoða umsækjendur við að fylla út umsóknir og koma fullunnum umsóknum síðan áleiðis til ráðuneytisins til lokaafgreiðslu.

IÐAN-fræðslusetur hefur aðsetur í Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, en Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins hefur aðsetur að Stórhöfða 27, 110 Reykjavík.

Breytt tilhögun tekur gildi 1. september 2012.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum