Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Glæsilegur árangur íslenskra þátttakenda í Ólympíuleikunum í eðlisfræði

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heiðraði keppendur og aðstandendur keppninnar á Íslandi með móttöku í Ráðherrabústaðnum.
Glæsilegur árangur íslenskra þátttakenda í Ólympíuleikunum í eðlisfræði
Glæsilegur árangur íslenskra þátttakenda í Ólympíuleikunum í eðlisfræði

 

Íslenska liðið stóð sig með afbrigðum vel á 43. Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem fram fóru í Eistlandi sl. sumar. Liðið náði besta árangri sem Íslendingar hafa náð hingað til: Tvær heiðurs-
viðurkenningar, eitt brons og fyrstu silfurverðlaun sem Íslendingur vinnur til í keppninni. Liðið var þannig skipað: Atli Þór Sveinbjarnarson, Freyr Sverrisson, Hólmfríður Hannesdóttir, Pétur Rafn Bryde og Stefán Alexis Sigurðsson og hlutu þeir Stefán og Pétur heiðursviðurkenningar, Hólmfríður brons og Atli Þór silfur. Fararstjórar voru Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður landskeppninnar í eðlisfræði og Martin Swift, þjálfari liðsins.
Ísland tók nú þátt í Ólympíuleikunum í eðlisfræði í 29 skiptið en þeir eru haldnir árlega. Fyrstu nemendurnir frá Íslandi voru sendir á leikana 1984. Leikarnir voru síðan haldnir á Íslandi árið 1998. Íslenskur nemandi hefur aldrei áður fengið silfur á leikunum og en af liðum frá Norðurlöndum stóðu Finnar og Íslendingar sig best.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra heiðraði keppendur og aðstandendur keppninnar á Íslandi með móttöku í Ráðherrabústaðnum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum