Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skýrari ákvæði um þjónustusamninga sveitarfélaga við einkarekna skóla.

Heimild til að viðurkenna skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá.

Ný reglugerð mennta- og menningarmálráðherra um viðurkenningu grunnskóla, nr. 699/2012, sem reknir eru af öðrum en sveitarfélögum og skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námsskrá og námsskipan, tók gildi þann 25. júlí síðastliðinn. Reglugerðin er sett með heimild í 3. mgr. 43. gr. og 4. mgr. 46. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 með síðari breytingum.  Reglugerðin leysir af hólmi eldri reglugerð um sama efni.

Meginbreytingin felst í því að sveitarfélögum ber nú skylda til að gera þjónustusamninga við þá einkaaðila sem þau hafa samþykkt að greiða fyrir rekstur grunnskóla innan sveitafélagsins úr sveitarsjóði. Í eldri reglugerð var einungis um heimild að ræða. Þá eru ákvæði um þjónustusamninga skýrari en áður, m.a. eru ný ákvæði um uppsögn þjónustusamninga annars vegar og riftun þjónustusamninga vegna vanefnda hins vegar. Þessar breytingarnar eru gerðar að frumkvæði sveitarfélanna og í samvinnu við þau. Er þeim ætlað að leiða til skilvirkari samskipta þeirra við einkarekna skóla auk þess að skýra ábyrgð aðila o.fl.

Önnur meginbreyting er tilkomin vegna ákvæða í grunnskólalögum um að heimilt sé að viðurkenna skólahald samkvæmt erlendri eða alþjóðlegri námskrá og námsskipan.  Gerðar eru sambærilegar kröfur um viðurkenningarferli og málsmeðferð og almennt í einkareknum reknum skólum, sbr. j lið 4. gr., en þar er gert ráð fyrir möguleika á undanþágu frá tilteknum ákvæðum grunnskólalaga, aðalnámskrá og lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda.  Hér á landi fellur skólahald í einum skóla undir þetta ákvæði, þ.e. í Alþjóðaskólanum í Garðabæ. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum