Hoppa yfir valmynd
20. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mikil aðsókn að leikhúsum

Yfir 260 þúsund manns sáu leikrit, óperu eða söngleik leikárið 2010/2011


Hagstofan hefur birt upplýsingar um gestafjölda, sýningarfjölda og fleira fyrir leikárið 2010/2011. Á vef Hagstofunnar eru einnig sambærilegar tölur frá leikárinu 2000/2001. Aðsóknin er nokkuð sveiflukennd og svo virðist sem eitt vinsælt verk á fjölunum breytt niðurstöðunni verulega. Aðsóknin var mest leikárið 2009/2010 þegar rúmlega 305 þúsund manns sáu sviðverk en á leikárinu þar á eftir, 2010/2011 fór aðsóknin niður í rúmlega 260 þúsund gesti. Sjá yfirlit hér að neðan.

Í könnun sem gerð var á menningarneyslu Íslendinga haustið 2009 kom m.a. fram að um 60% svarenda höfðu farið í leikhús (þ.e. séð leikrit, óperu eða söngleik) síðustu 12 mánuði. Ef sama hlutfall landsmanna stendur að baki aðsókninni á leikárinu 2010/2011 má draga þá ályktun að leikhúsaðsókn sé mjög almenn meðal fólks og að líkindum einstætt að svo stórt hlutfall samfélags njóti listviðburða af þessu tagi.

Uppfærslur, sýningar og gestir leikhúsa
og leikhópa innanlands 2000-2011

Leikár: Gestir alls:
2000/2001 274.143
2001/2002 213.840
2002/2003 188.869
2003/2004 230.172
2004/2005 215.934
2005/2006 261.999
2006/2007 259.030
2007/2008 275.207
2008/2009 275.794
2009/2010 305.542
2010/2011 260.951

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum