Hoppa yfir valmynd
25. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarstofnanir á Norðurlandi heimsóttar

Þekkingarnet Þingeyinga hlaut formlega viðurkenningu fræðsluaðila um framhaldsfræðslu.  
Mennta- og menningarstofnanir á Norðurlandi heimsóttar
Mennta- og menningarstofnanir á Norðurlandi heimsóttar

Á dögunum fór Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra  til Akureyrar og Húsavíkur  og heimsótti þar nokkrar stofnanir og átti fundi með starfsfólki þeirra. Dagurinn var tekinn snemma og hófst með þátttöku ráðherra í farskóla Félags íslenskra safna og safnmanna. Þar kynnti ráðherra efni þingsályktunartillögu um menningarstefnu og nokkrar þær breytingar sem gildistaka nýrra safnalaga mun hafa á starfsemi safna.

Í Menntaskólanum á Akureyri heimsótti ráðherra nokkra bekki og spjallaði við nemendur áður en snæddur var hádegismatur í mötuneyti skólans. Sjónlistamiðstöðin á Akureyri var einnig heimsótt og þar skoðuð sýning með verkum þeirra myndlistarmanna, sem tilnefndir voru til Íslensku sjónlistaverðlaunanna á dögunum.

Næsti viðkomustaður var Framhaldsskólinn á Húsavík þar sem ráðherra ræddi við nemendur og starfsfólk um skólastarfið.  Þá var haldið í Menningarmiðstöð Þingeyinga og skoðuð verðlaunasýningin  Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum.

Ferð ráðherra lauk í Þekkingarneti Þingeyinga þar sem hann kynnti sér starfsemina og afhenti formlega viðurkenningu fræðsluaðila samkvæmt lögum nr. 17/2010 um framhaldsfræðslu.   Þekkingarnetið er fyrst framhaldsfræðslustofnana til að hljóta þessa viðurkenningu sem verður á næstu misserum ein af grunnforsendum opinbers stuðnings við framhaldsfræðslu á landinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum