Hoppa yfir valmynd
26. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norrænir ráðherrar á bókasýningunni í Gautaborg

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra tekur þátt í opnun sýningarinnarBókasýningin í Gautaborg verður haldin 27.-30 september og hún er á meðal mikilvægustu bókmenntaviðburða í Evrópu ár hvert. Sýningin er stærst sinnar tegundar í Skandinavíu, með yfir 100.000 gesti og er bæði bókasýning og bókmenntahátíð í senn. Norðurlöndin verða megin viðfangsefni á sýningunni, sem opnuð verður á morgun  27. september. 
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og samstarfsráðherra verður viðstödd opnunina ásamt norrænu
menningarmálaráðherrunum Anniken Huitfeldt, Noregi, Lena Adelsohn Liljeroth, Svíþjóð, Johan Ehn, Álandseyjum, Bjørn Kalsø, Færeyjum og samstarfsráðherrum Noregs og Danmerkur þeim Rigmor Aasrud og Manu Sareen. Auk þeirra munu einnig taka þátt í opnuninni Kimmo Sasi forseti Norðurlandaráðs og Merethe Lindstrøm verðlaunahafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár.

Af Íslands hálfu taka Sögueyjan Ísland, Bókmenntasjóður og íslenskir útgefendur þátt í sýningunni og verða með sameiginlegan íslenskan bás, þar sem íslenskar bókmenntir verða kynntar fyrir erlendum útgefendum. Fjölmargir íslenskir rithöfundar koma fram, kynna verk sín og ræða þau í samhengi við bókmenntir heimsins og líðandi stundu. Meðal annars munu fara fram umræður um heildarútgáfu Íslendingasagnanna á norsku, dönsku og sænsku.

Útgáfan er eitt stærsta þýðingarverkefni sem lagt hefur verið í á heimsvísu, en fleiri en sextíu þýðendur koma að því. Einn ritstjóra útgáfunnar, Kristinn Jóhannesson, mun þar ræða um verkefnið ásamt þýðandanum Inge Knutsson og að hvaða leyti Íslendingasögurnar tilheyra sameiginlegum bókmenntaarfi Norðurlanda.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum