Hoppa yfir valmynd
26. september 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vaxtarsprotar í skólastarfi

Kynnt verða um 50 verkefni á öllum skólastigum á ársþingi Samtaka áhugafólks um skólaþróun

Ársþing Samtaka áhugafólks um skólaþróun verður haldið í Lækjarskóla í Hafnarfirði 9.–10. nóvember 2012. Þingið er að þessu sinni haldið í samvinnu við Sprotasjóð mennta- og menningarmálaráðuneytis. Kynnt verða tæplega 50 þróunarverkefni frá öllum skólastigum sem fengið hafa styrk úr Sprotasjóði á undanförnum árum. Haldin verða tvö framsöguerindi og síðan unnið í málstofum þar sem verkefni verða kynnt og rædd. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum