Hoppa yfir valmynd
9. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Rafbækur ryðja sér til rúms

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði nýja stafræna verslun með hljóð – og rafbækur.
Opnun-e-bókarvefs
Opnun-e-bókarvefs

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði eBækur.is, sem er ný stafræn verslun með hljóð- og rafbækur. Verslunin stefnir að því að hafa á boðstólum allar helstu rafbækur sem gefnar hafa verið út á íslensku auk erlendra bókatitla. Gert er ráð fyrir að fjöldi titla mun vaxa gríðarlega á næstu misserum í takt við alþjóðlega þróun í bókaútgáfu. Samhliða vefnum bjóða eBækur upp á fyrsta íslenska rafbóka smáforritið til að fullkomna séríslenska lestrarupplifun í spjaldtölvum og snjallsímum. eBækur eru samstarfsaðili Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO og í tilefni af Lestrarhátíð í október gefa eBækur íslensku þjóðinni rafbókina Vögguvísu eftir Elías Mar en sú bók er í brennidepli hátíðarinnar.
Með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma hefur útgáfa og notkun hljóð- og rafbóka tekið stökk á stuttum tíma. Fyrirsjáanleg er útgáfa stöðugt fleiri titla og rafbókin mun jafnvel taka við af þeirri prentuðu í einhverjum tilvikum. Stofnun eBóka er ætlað að koma til móts við vaxandi eftirspurn eftir íslenskri rafbókaverslun á íslenskum forsendum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum