Hoppa yfir valmynd
10. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi á börnum

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar þátttakendur á fræðsluþingum á Ísafirði og í Reykjavík.
Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi á börnum
Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt ofbeldi á börnum
Einn liður í vitundarvakningu gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu á börnum er fræðsla fyrir kennara og starfsfólk grunnskóla. Nú þegar hefur verið efnt til fræðsluþinga í Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsveli og nú síðast í Breiðholtsskóla í Reykjavík. Á þingunum er fjallað um leiðir til að útrýma kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum og hafa þau verið vel sótt.

Þingin eru liður í vitundarvakningarátaki íslenskra stjórnvalda í samræmi við sáttmála Evrópuráðsins um varnir gegn kynferðislegri misnotkun og kynferðislegri misneytingu gegn börnum. Fyrirlesarar úr ýmsum áttum fræða um leiðir til að sporna við því að börn verði fyrir kynferðislegu ofbeldi en einnig um hvernig skuli bregðast við þegar slíkt á sér stað. Hugmyndin er að búa til net tengiliða allra grunnskóla á Íslandi sem hafi það að markmiði að auka þekkingu á kynferðisofbeldi innan síns skóla.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum