Hoppa yfir valmynd
22. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafn Íslands

Mikilvægt skref tekið í því að efla samvinnu þessara náttúruvísindastofnana.
Samningur NÍ og NMSÍ
Samningur NÍ og NMSÍ

Mánudaginn 22. október var undirritað samkomulag um samstarf Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafn Íslands. Það voru Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, og Margrét Hallgrímsdóttir, settur forstöðumaður Náttúruminjasafns, sem undirrituðu samkomulagið. Með samkomulaginu hefur verið tekið mikilvægt skref í því að efla samvinnu þessara náttúruvísindastofnana.

Meginhlutverk Náttúrufræðistofnunar Íslands er að stunda undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði og jarðfræði landsins og annast skipulega heimildasöfnun um náttúru Íslands. Náttúrufræðistofnun varðveitir niðurstöður og eintök í fræðilegum söfnum er veita yfirlit um náttúru landsins.  Meginhlutverk Náttúruminjasafns Íslands,  sem höfuðsafns á sviði náttúruvísinda, felst í að varpa ljósi á og miðla upplýsingum um náttúru Íslands, náttúrusögu landsins, nýtingu náttúruauðlinda og náttúruvernd, auk þess að varpa ljósi á samspil manns og náttúru og á náttúru landsins í alþjóðlegu samhengi.

Í nýja samkomulaginu milli stofnananna tveggja kemur m.a. fram að Náttúrufræðistofnun muni veita Náttúruminjasafni greiðan aðgang að safnkosti sínum vegna sýninga og annarrar starfsemi sinnar og að samvinna verði um söfnun, skráningu, rannsóknir og fræðslu. Samkvæmt samkomulaginu mun Náttúrufræðistofnun afhenda safninu til lengri tíma muni sem verði hluti af grunnsýningu þess.  Auk þess munu starfsmenn safnsins fái tímabundna starfsaðstöðu hjá Náttúrufræðistofnuna á meðan starfsemi Náttúruminjasafnsins er í mótun.  

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum