Hoppa yfir valmynd
23. október 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fimm milljóna króna styrkur til Fimleikasambands Íslands

Ríkisstjórn Íslands ákveðið að veita Fimleikasambandi Íslands fimm milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til áframhaldandi uppbyggingarstarfs.

Í viðurkenningarskyni fyrir glæsilegan árangur kvenna- og stúlknalandsliða Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum, þar sem bæði liðin unnu til gullverðlauna, hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að veita Fimleikasambandi Íslands fimm milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu, til áframhaldandi uppbyggingarstarfs.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar er hún ávarpaði fimleikakonurnar, þjálfara, forsvarsmenn Fimleikasambands Íslands  og aðra gesti við sérstaka móttökuathöfn í dag, en hópurinn er nýkominn til landsins frá Danmörku þar sem Evrópumótið fór fram.  
Jóhanna færði kvennalandsliðinu og stúlknalandsliðinu hamingjuóskir þegar sigur liðanna var í höfn  og sagði árangur þeirra bera gróskunni í fimleikastarfi hér á landi fagurt vitni. „Þið eruð frábærar fyrirmyndir.“
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði afrekskonurnar einnig við heimkomuna. Hún sagði meðal annars að sér væru fjögur orð efst í huga þegar hún hugsaði til afreka fimleikakvennanna: „Áfram Ísland, áfram stelpur.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum