Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fyrstu niðurstöður úr samræmdum prófum í 4. og 7. bekk

Námsmatsstofnun hefur birt fyrstu niðurstöður sínar úr 4. og 7. bekkjar prófunum 2012.

Námsmatsstofnun sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa í  4., 7. og 10. bekk samkvæmt reglugerð nr. 435/2009 og samningi við mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Prófað er í þremur greinum í 10. bekk og tveimur í 4. og 7. bekk. Í 10. bekk er prófað í íslensku, stærðfræði og ensku en í 4. og 7. bekk er prófað í íslensku og stærðfræði. Undirbúningur prófanna hefst einu ári áður en próf eru lögð fyrir, með gerð prófáætlunar og prófaverkefna. Prófatriði og prófaverkefni eru samin af kennurum með reynslu af kennslu í 4., 7. og 10. bekk.

Sjá fyrstu niðurstöður á vef Námsmatsstofnunar, www.namsmat.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum