Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úrslit í hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal

Markmiðið að verja minjarnar og veita upplýsingar um sögu staðarins.
Úrslit í hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal
Úrslit í hugmyndasamkeppni um Stöng í Þjórsárdal

Fornleifavernd ríkisins, ferðamálafulltrúi uppsveita Árnessýslu og Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafa á undanförnum árum átt samvinnu um að bæta aðgengi að minjum í Þjórsárdal og miðlun upplýsinga um þær. Árið 2012 fékkst styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða hjá Ferðamálastofu, sem gerði þeim kleift að efna til almennrar hugmyndasamkeppni í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um tillögur að hönnun ásýndar og umhverfis fornleifar við Stöng í Þjórsárdal.

Af nokkrum markmiðum verkefnisins má nefna:

  • Að færa rústir Stangar í upprunalegt horf og sýna þær fornleifar sem í ljós komu við uppgröftinn 1939.
  • Að reisa yfirbyggingu til að verja fornleifarnar gegn veðrun, vindi og því að gjóska og vatn renni inn í rústirnar.
  • Að hönnunin taki mið af því að þetta sé staður þar sem fólk kemur og skoðar fornleifar og nýtur umhverfisins og kyrrðarinnar.
Auglýst var eftir tillögum í byrjun júlí og bárust 13 hugmyndir. Veitt voru þrenn verðlaun. Fyrstu verðlaun, 1,5 millj.kr.hlutu Karl Kvaran, arkitekt og skipulagsfræðingur og Sahar Ghaderi, arkitekt. Önnur verðlaun, 900 þús.kr. hlutu Laufey Björg Sigurðardóttir og Eva Sigvaldadóttir. Þriðju verðlaun, 600 þús.kr. hlutu Basalt Arkitektar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum