Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Báráttudagur gegn einelti

Kvennalandsliðið í knattspyrnu heiðrað fyrir framlag sitt í baráttunni gegn einelti.

Barattudagur-gegn-einelti-2012-014
Barattudagur-gegn-einelti-2012-014

Baráttudagur gegn einelti er haldinn í annað sinn í dag, 8. nóvember. Verkefnisstjórn gegn einelti ákvað að veita kvennalandsliðinu í knattspyrnu sérstaka viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða til samfélagsins gegn einelti. Stúlkurnar sömdu lag og texta sem fjallar um skaðsemi eineltis og það er þegar komið á netið. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenninguna og grip sem Kogga gerði fyrir tilefnið.
Í ávarpi sínu sagði ráðherrann m.a. að kvennalandsliðið hefði með framgöngu sinni á knattspyrnuvellinum, með sterkri liðsheild bæði innan vallar og utan, lífsgleði og jákvæðni verið öllum góð fyrirmynd um að hægt sé að láta drauma sína rætast. Við athöfnina fluttu efnahags- og fjármálaráðherra og velferðarráðherra ávörp og Bjöllukór tónstofu Valgarðar Jónsdóttur lék eitt lag með óvæntum liðsauka Katrínar Jakobsdóttur.
Barattudagur-gegn-einelti-2012-004

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum