Hoppa yfir valmynd
16. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópa unga fólksins úthlutaði 227 milljónum til fjölbreyttra verkefna 2012

Evrópa unga fólksins er styrkjakerfi Evrópusambandsins fyrir ungt fólk

Í gær fór fram síðasta úthlutun Evrópu unga fólksins á árinu 2012, þar sem 19 verkefni voru styrkt um 54 milljón kr. Þar með hefur tæplega 227 milljónum króna verið úthlutað til 61 verkefnis á sviði æskulýðsmála á Íslandi á árinu 2012.

„Við hjá Evrópu unga fólksins erum afar ánægð með að hafa möguleika á að styrkja fjölbreytt starf ungs fólks á Íslandi og þeirra sem vinna með ungu fólki.  Nú þegar atvinnuleysi ungs fólks er jafnmikið og raunin ber vitni þá er mjög ánægjulegt að geta styrkt ungt fólk til skemmtilegra og lærdómsríkra verkefna.  Á vegum Evrópu unga fólksins hafa nokkur atvinnulaus ungmenni t.d. farið sem sjálfboðaliðar til Evrópulanda á árinu“ segir Anna Möller, forstöðumaður Evrópu unga fólksins á Íslandi

Meðal verkefna sem hlutu styrk á árinu eru:

  • Rokksumarbúðir fyrir ungar stelpur í Reykjavík
  • Götulistahátíðin Hafurtask á Akureyrarvöku
  • Ungmennaskipti LungA á Seyðisfirði
  • Fjölþjóðlegt námskeið Q – félags hinsegin stúdenta
  • Sjálfboðaliðaverkefni hjá Alþjóðlegum ungmennaskiptum

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki. Árlega eru veittar 24.716.981.200 kr. til verkefna út um alla Evrópu. Ísland hefur átt aðild að Ungmennaáætluninni frá 1994.

  • Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Ágústsson, kynningarfulltrúi Evrópu unga fólksins.

Tölvupóstur: [email protected] - Sími: 551-9300

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum