Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sáttmáli um lýðræðis- og mannréttindamenntun

Í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins var sáttmáli um lýðræðis- og mannréttindamenntun staðfestur af ráðherranefnd Evrópuráðsins árið 2010. Hann er nú aðgengilegur í íslenskri þýðingu á vef ráðuneytisins.

Í samræmi við tilmæli ráðherranefndar Evrópuráðsins, CM/Rec(2010)7 var sáttmáli um lýðræðis- og mannréttindamenntun, Charter on Education for Democratic Citizenship and Human Rights Education staðfestur af ráðherranefnd Evrópuráðsins árið 2010. Með þessari samþykkt allra aðildarþjóða í Evrópuráðinu er staðfest hlutverk menntunar til að stuðla að lýðræði og  mannréttindum og vinna gegn hvers kyns ofbeldi og misrétti.

Sáttmálinn er nú birtur á vefsvæði mennta- og menningarmálaráðuneytisins í íslenskri þýðingu.  Hann er ekki bindandi en er hugsaður sem leiðbeinandi tilmæli um skipulag lýðræðis- og mannréttindafræðslu í skólastarfi og annars staðar þar sem unnið er með ungu fólki. Hann getur  einnig verið leiðbeinandi við innleiðingu grunnþátta í menntun og nýrra aðalnámskráa fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum