Hoppa yfir valmynd
3. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skipun úrskurðarnefndar vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna

Með setningu reglugerðar um skólagöngu fósturbarna nr. 547/2012 er nánar útfært nýtt ákvæði í 6. mgr. 5. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2012, sem mælir fyrir um að ráðherra skuli um framkvæmd 5. gr. laganna setja reglugerð í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofu og önnur stjórnvöld, þar sem kveðið skuli á um skólagöngu fósturbarna.

Með setningu reglugerðar um skólagöngu fósturbarna nr. 547/2012 er nánar útfært nýtt ákvæði í 6. mgr. 5. gr. laga um grunnskóla, nr. 91/2012, sem mælir fyrir um að ráðherra skuli um framkvæmd 5. gr. laganna setja reglugerð í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga, Barnaverndarstofu og önnur stjórnvöld, þar sem kveðið skuli á um skólagöngu fósturbarna.

Í 2. málsl. 6. mgr. 5. gr. laganna segir að skipa skuli úrskurðarnefnd vegna kostnaðar við skólagöngu fósturbarna skv. tilnefningu ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Barnaverndarstofu. Í 10. gr. reglugerðar nr. 547/2012 er nánar mælt fyrir um verksvið og málsmeðferð hjá úrskurðarnefndinni, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn.
Formaður er skipaður af ráðherra án tilnefningar. Málsmeðferð hjá nefndinni er skrifleg og skilar hún niðurstöðum sínum í úrskurðarformi. Sérstök málshraðaregla fyrir nefndina er tveir mánuðir. Kostnaður við störf nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði og hún skal setja sér starfsreglur sem ráðherra staðfestir. Einstökum sveitarfélögum er heimilt að vísa ágreiningsmálum um stuðningsþörf og kostnað til nefndarinnar.

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað eftirtalda í úrskurðarnefndina:

Aðalmenn:

  • Hrefna Friðriksdóttir, án tilnefningar, formaður,
  • Heiða Björg Pálmadóttir, tilnefnd af Barnaverndarstofu,
  • Eiríkur Hermannsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Varamenn:

  • Bragi Guðbrandsson, tilnefndur af Barnaverndarstofu,
  • Ragnheiður Thorlacius, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum