Hoppa yfir valmynd
14. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ungt fólk í 20 ár

Rannsóknir á högum barna og ungmenna í tvo áratugi.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Rannsóknir og greining stóðu fyrir málþingi 12. desember  sl. um hagnýtingu rannsókna á um högum barna og ungmenna í tilefni af 20 ára afmælisári æskulýðsrannsóknanna Ungt fólk.

Rætt var um notagildi rannsókna í stefnumótun og forvarnarstarfi sveitarfélaga og skóla, og hvernig betur mætti nýta slík gögn. Góðar umræður sköpuðust um nýtingu niðurstaðna og kynningu á þeim í nærumhverfinu. Rætt var m.a. um tölvunotkun og þær hættur sem steðja að börnum og ungmennum og hvernig hægt væri að nýta æskulýðsrannsóknirnar til þess að skilgreina enn frekar tölvunotkun barna og ungmenna.  Fundarmenn ræddu m.a.  um breytingar á spurningum í æskulýðsrannsóknunum en hugtakanotkun og aðstæður breytist hratt meðal ungs fólks og því eru rannsóknir af þessu tagi mikilvægur mælikvarði á hverskyns breytingar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum