Hoppa yfir valmynd
18. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Góðir gestir frá Höfn Hornafirði

Greinargerð starfshóps um eflingu starfsemi Nýheima.
Góðir gestir frá Höfn Hornafirði
Góðir gestir frá Höfn Hornafirði

Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar og Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu heimsóttu mennta- og menningarmálaráðherra á dögunum. Tilefnið var að skila greinargerð starfshóps um eflingu starfsemi Nýheima á sviði menningar, menntunar, rannsókna og nýsköpunar. Til starfshópsins var stofnað 3. okt. sl. með sérstakri viljayfirlýsingu í tilefni af 25 ára afmæli Framhaldsskólans í Austur Skaftafellssýslu og 10 ára afmæli Nýheima á Höfn Hornafirði.

Markmið viljayfirlýsingarinnar var að stuðla að áframhaldandi þróun Nýheima næstu 10 árin með áherslu á að:

  • vinna að gerð stefnumótunar ásamt aðgerðaáætlun um eflingu menningar, menntunar og rannsókna í Nýheimum,
  • efla hlut list- og verkgreina í samfélaginu,
  • stuðla að sókn á sviði vistvænna orkugjafa og nýsköpunar á því sviði,
  • skoða hvernig vinna megi að áframhaldandi þróttmiklu starfi á sviði ferðaþjónustu og matvælavinnslu.

Myndaður var sérstakur starfshópur til að vinna að markmiðum viljayfirlýsingarinnar og gerð framangreindrar greinargerðar til bæjarstjórnar Hornafjarðar, mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.  Starfshópinn skipuðu fulltrúar frá Austurbrú á Hornafirði, Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofu Hornafjarðar, Matís á Hornafirði, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Hornafirði, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Hornafirði, Ríki Vatnajökuls ehf. ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasa Suðausturlands, Sveitarfélaginu Hornafirði auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. 

Í greinargerð starfshópsins er gerð er grein fyrir þremur helstu áherslusviðum uppbyggingar næstu ára að mati hópsins og framtíðarsýn Nýheima til næstu 10 ára.

Markmið Nýheima næstu tvö ár

Markmið Nýheima næstu tvö ár er að gera framkvæmdaáætlun fyrir árin 2012-2022 og að beita sér fyrir eftirtöldum þremur forgangsverkefnum:

  • Stofnun Þekkingarseturs Nýheima.
  • Stofnun Framhaldsfræðslu Nýheima og eflingu náms á háskólastigi.
  • Uppbyggingu Vöruhússins til að efla skapandi greinar. 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum