Hoppa yfir valmynd
19. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mímir – símenntun fær viðurkenningu sem fræðsluaðili

Mímir - símenntun fær viðurkenningu sem fræðsluaðili og vottun evrópska EQM gæðakerfisins.

Mímir - símenntun fær viðurkenningu sem fræðsluaðili og vottun evrópska EQM gæðakerfisins
Mímir - símenntun fær viðurkenningu sem fræðsluaðili og vottun evrópska EQM gæðakerfisins

Miðvikudaginn 19. desember voru liðin 10 ár síðan Mímir - símenntun var sett á laggirnar. Með undirritun stofnsamnings var fyrirtækið stofnað sem einkahlutafélag að fullu í eigu ASÍ með verkefni á sviði starfsmenntunar og fullorðinsfræðslu, sem áður voru hjá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu og í Mími - tómstundaskólanum. Núna er Mímir - símenntun stærsta símenntunarmiðstöð landsins og sækja árlega hátt í 4.000 manns námskeið eða stunda nám í námsleiðum hjá Mími. Fastir starfsmenn eru 23 og í kringum 150 manns kenna á hinum ýmsu námskeiðum.

Í tilefni dagsins var haldinn afmælisfagnaður þar sem mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Mími – símenntun skjal um viðurkenningu sem fræðsluaðila og er hún með fyrstu símenntunarmiðstöðvunum á landinu til að fá þessa viðurkenningu, sem byggir á lögum um framhaldsfræðslu frá 2010. Einnig afhenti Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Mími - símenntun vottun evrópska EQM gæðakerfisins sem er staðfest af BSI á Íslandi.

Á myndinni eru Sigurrós Kristinsdóttir formaður stjórnar Mímis - símenntunar, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Hulda Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum