Hoppa yfir valmynd
21. desember 2012 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfshópur um skákkennslu skipaður

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp undir forystu Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur alþingismanns, til að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum m.a. með hliðsjón af innlendum og erlendum rannsóknum á áhrifum skákkennslu á námsárangur og félagslega færni barna og ungmenna. Hópurinn á einnig að kortleggja stöðu skákkennslu í grunnskólum á Íslandi.  Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í byrjun febrúar á næsta ári. Hópurinn er þannig skipaður:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþingismaður, formaður, Anna Kristín Jörundsdóttir kennari, Helgi Árnason skólastjóri, Helgi Ólafsson skólastjóri, Hrafn Jökulsson rithöfundur og Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum