Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Endurskoðun laga um bæjanöfn o.fl. nr 35/1953. Kynning á drögum

Á vegum ráðuneytisins hefur verið unnið að endurskoðun laga um bæjanöfn o.fl. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin fram til lok dags 10. janúar 2013.

Frumvarp til laga um örnefni
Frumvarp til laga um örnefni

Á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur verið unnið að endurskoðun laga um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953. Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin fram til lok dags 10. janúar 2013.

Starfshópur um endurskoðun laganna hefur nú lokið störfum og látið Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í té drög að frumvarpi til nýrra laga um örnefni. Í starfshópnum voru Þórunn Sigurðardóttir íslenskufræðingur, formaður örnefnanefndar, Svavar Sigmundsson fyrrverandi forstöðumaður Örnefnastofnunar Íslands, Tryggvi Már Ingvarsson sérfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands og Margrét Magnúsdóttir lögfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Megintillögur starfshópsins felast í því að aðlaga lög um bæjanöfn o.fl., nr. 35/1953, að nútímabúsetuháttum í landinu og skipulagsmálum. Við vinnu starfshópsins voru tvö meginmarkmið höfð að leiðarljósi, þ.e. örnefnavernd og öryggissjónarmið.

Hér með gefst yður kostur á að kynna þér efni frumvarpsdraganna og skila inn athugasemdum og ábendingum til ráðuneytisins. Að því loknu verður farið yfir allar athugasemdir og þær hafðir til hliðsjónar við undirbúning endanlegs frumvarps sem ráðherra leggur fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi.

  • Veittur er frestur til að gera athugasemdir við frumvarpsdrögin fram til lok dags 10. janúar 2013. Óskað er eftir að athugasemdir verði settar skilmerkilega fram og með vísan til tiltekinna greina frumvarpsins, þegar það á við. 
  • Athugasemdir sendist í tölvupósti á: [email protected] með efnislínunni: „Endurskoðun laga um bæjanöfn o.fl.“.
  • Frumvarp til laga um örnefni DRÖG

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum