Hoppa yfir valmynd
2. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samstarf skóla og barnaverndar

Hafin er vinna við gerð verklags sem ætlað er að efla samstarf barnaverndar og skóla.

Hafin er vinna við gerð verklags sem ætlað er að efla samstarf barnaverndar og skóla um undirbúning skólagöngu fósturbarna og eftirfylgd. Verklagið byggir á Reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum frá 5. júní 2012. Skólaganga fósturbarna hefur lítið verið rannsökuð hér á landi en niðurstöður nýlegrar meistaraprófsritgerðar í félagsráðgjöf benda til þess „... að bæta þurfi enn frekar framkvæmd, verklag og upplýsingamiðlun milli grunnskóla og barnaverndar þegar kemur að fósturráðstöfunum“  (http://skemman.is/handle/1946/13566). Verkefnið er hluti af stærri rannsókn á vegum Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF).

Í maí 2012 stóð Barnaverndarstofa í samstarfi við Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur fyrir ráðstefnu um mikilvægi samstarfs skóla og barnaverndar og tóku um 200 manns þátt í henni. Hér eru nánari upplýsingar um ráðstefnuna ásamt dagskrá, fyrirlestrum og upptöku.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum