Hoppa yfir valmynd
8. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Evrópskt kvikmyndasamstarf

Eurimages styrkir nýja mynd Dags Kára Péturssonar.

“Eurimages”, kvikmyndasjóður Evrópuráðsins veitti 320 þúsund evrum til til lokafjármögnunar á nýrri mynd eftir Dag Kára Pétursson “Rocketman” í lok síðasta árs.

Um 20 íslenskar umsóknir bárust MEDIA áætlun ESB á síðasta ári og báru nokkrar þeirra árangur. Endanlegar upplýsingar um úthlutanir árið 2012 eru enn ekki fyrirliggjandi en þegar hefur verið staðfest að fjárframlög til íslenskra fyrirtækja í kvikmyndageiranum árið 2012 voru um 222.500 evrur eða ríflega 36 millj. kr. 

Árið 2012 var 20. árið sem MEDIA upplýsingaþjónusta á Íslandi er starfrækt, en Íslendingar fengu aðgang að áætluninni haustið 1992. Á þessum tíma hefur verið úthlutað um 900 millj. kr. til íslenskra fyrirtækja til að undirbúa gerð kvikmynda og til framleiðslu þeirra, og til íslenskra dreifenda til að sýna um 100 evrópskar kvikmyndir hér á landi.  Þá hefur um 260 millj. kr. verið veitt til að styrkja sýningar á 12 íslenskum kvikmyndum í 27 löndum.

Í janúar 2012 voru liðin 22 ár síðan Íslendingar byrjuðu að taka þátt í Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Frá byrjun hafa 27 íslenskar kvikmyndir fengið úthlutað 6.311 þúsund evrum eða rúmum milljarði króna til framleiðslu. Þá hafa íslensk framleiðslufyrirtæki tekið þátt í framleiðslu 11 evrópskra kvikmynda sem samtals fengu úthlutað 4.373.081 evrur eða um 700 millj. kr og hefur hluti þeirrar upphæðar verið úthlutað til íslensku framleiðslufyrirtækjanna og ráðstafað hér á landi. Þá hafa níu íslenskar kvikmyndir fengið styrki uppá tæpar 120 þúsund evrur til að færa þær á stafrænt form og tveir dreifingarstyrkir hafa borist til dreifingar á íslenskri kvikmynd að fjárhæð 12.500 evrur.

Sigríður Margrét Vigfúsdóttir hefur verið fulltrúi Íslands í MEDIA áætluninni frá upphafi. Hún hefur setið í stjórn Eurimages frá 2002 og tekur nú aftur sæti í 6 manna framkvæmdastjórn sjóðsins, sem hún átti sæti í árin 2006 – 2008, fyrst Íslendinga.

 

Úthlutanir frá MEDIA áætlun ESB 2012:



Undirbúningur verkefna:



Kvikmyndafélag Íslands ehf. “3 roads” 40.000 evrur
Ljósband “In Memoriam” 45.000 evrur
Ljósop “In my Dreams I have hands” 32.000 evrur
Tvíeyki ehf. “Maximus Musicus” 25.000 evrur

Samtals


142.000 evrur




Framleiðsla sjónvarpsverkefna



Edison lifandi ljósmyndir ehf ˝Ash“ 25.000 evrur
Samtals til framleiðenda
167.000 evrur
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
50.000 evrur



Dreifing evrópskra kvikmynda á Íslandi



Skilyrtur sjálfvirkur styrkur pr. selda bíómiða 

Valkerfið vegna textunar og talsetningar

Myndform v. “Salmon Fishing in the Yemen” 5.500 evrur

Samtals til dreifenda


vantar endanlegar tölur




Dreifing íslenskra kvikmynda erlendis, sjálfvirkt kerfi

Asociacia Slovenskych Filmovych klubov- Slovenia Mamma Gógó 5.468 evrur
Arthaus Stiftelsen for Filmkunst – Noregur Eldfjall 20.000 evrur

Samtals 


25.468 evrur




Staðfest 20. des. 2012 frá MEDIA áætlun ESB                    247.968 evrur

Samtals frá MEDIA áætlun og Eurimages 2012 


567.968 evrur (um 92 millj. kr.)


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum