Hoppa yfir valmynd
14. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Úthlutun styrkja fyrir verkefnið Nám er vinnandi vegur á árinu 2012

Veittir voru styrkir til að efla starfsmenntun til 86 verkefna, samtals að fjárhæð 171  millj. kr.

Á árinu 2012 veitti mennta- og menningarmálaráðuneyti styrki til að efla starfsmenntun til 86 verkefna, samtals að fjárhæð  171  millj. kr. samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur. Styrkjunum er ætlað að efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu.  45 aðilar sóttu um styrki til 117 verkefna, samtals um 246 millj. kr. Farið var yfir umsóknirnar í ráðuneytinu og tillaga um úthlutun lögð fyrir stýrihóp verkefnisins, sem ákvað að leggja til við ráðherra að úthlutað  yrði styrkjum fyrir samtals  171.022.000  kr. til  86 verkefna.

 Verkefnum var skipt í fjóra flokka í samræmi við skilgreiningar í auglýsingu:

  1. Hagnýting og þróun stuttra starfsnámsbraut á framhaldsskólastigi.
    24 aðilar sóttu um til  69 verkefna, samtals um  153 millj. kr.  Í þessum flokki voru 44 verkefni  styrkt, samtals með 90.245.000 kr
  2. Þróun sérhæfðs námsframboðs til þess að byggja ofan á færni og þekkingu til starfa á nýjum sviðum og fyrir hópa með sérþarfir.
    12 aðilar sóttu um til 22ja verkefna, samtals um  45 millj. kr. Í þessum flokki voru  19 verkefni  styrkt, samtals með 40.241.000 kr.
  3. Þróun námsbrauta í starfsnámi á 4. þrepi viðmiðaramma samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
    7 aðilar sóttu um til 10 verkefna, samtals um  18  millj. kr. Í þessum flokki voru  8 verkefni styrk, samtals með 13.150.000 kr.
  4. Greining á þörf mismunandi hópa, landssvæða og greina atvinnulífs fyrir starfsmenntun.
    6 aðilar sóttu um til 16 verkefna, samtals um  30  millj. kr. Í þessum flokki voru  15 verkefni styrkt, samtals með 27.386.000 kr.

Við mat á umsóknum var m.a. horft til gæða þeirra, hvort um samstarf fræðsluaðila og/eða atvinnulífs var að ræða, hvort verkefni gætu talist raunhæf og hvort um nýsköpun eða þróun af einhverju tagi væri að ræða. Vinna við styrkt verkefni skulu fara fram skólaárið 2012-2013.  Í nóvember 2012 var auglýst að nýju eftir umsóknum í sjóðinn. Gengið verður frá þeirri úthlutun í janúar-febrúar 2012.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum