Hoppa yfir valmynd
17. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og stýrihópur um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis bjóða til málþings  22. janúar kl. 13:00-16:30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.

Tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda
Tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda
Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda































kartin

Asa1

hoeren David-Leigh
Katrín Jakobsdóttir
 
Ása Ólafsdóttir
 Dr. Thomas Hoeren
 David Leigh
Hreinn Loftsson Birgitta5 Þóra Arnórsdóttir  
Hreinn Loftsson Birgitta Jónsdóttir  Þóra Arnórsdóttir
 


Þann 16. júní 2010 samþykkti Alþingi þingsályktun þess efnis að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu
um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er talið að leita verði leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð. Það var mat flutningsma
nna tillögunnar að nauðsynlegt væri gera tilteknar lagabreytingar til að hrinda efni hennar í framkvæmd, þ.á m. um vernd afhjúpenda en fyrirmynd að slíkri löggjöf er að finna í ýmsum nágrannaríkjum Íslands. Með slíkri vernd er reynt að vernda réttarstöðu afhjúpenda, hvort heldur hjá hinu opinbera eða í einkageiranum, þegar þeir hafa upplýsingar sem eiga erindi til alls almennings.  
Þann 3. maí 2012 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra stýrihóp og er honum ætlað að leiða vinnu ráðuneytisins við greiningu og úttekt á lagaumhverfinu hér á landi og erlendis með tilliti til efnis þingsályktunarinnar og með hliðsjón af þjóðréttarskuldbindingum Íslands.
Með málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á þær tillögur sem lagðar eru fram í þingsályktuninni. Jafnframt munu frummælendur fjalla um ólík málefni tengd tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda og hvert beri að stefna í tengslum við lagasmíð um afhjúpendur á Íslandi. Dr. Thomas Hoeren veitti framsögumönnum þingsályktunartillögunnar ráðgjöf við vinnu hennar og David Leigh kom að því að afhjúpa eitt umfangsmesta spillingarmál síðari ára.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum