Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur um menningarmál utan höfuðborgarsvæðisins

Formenn menningarráða og menningarfulltrúar og hittu Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra á fundi.

Fundur um menningarmál utan höfuðborgarsvæðisins
Fundur um menningarmál utan höfuðborgarsvæðisins

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hélt samráðsfund með formönnum menningarráða og menningarfulltrúum, þar sem rætt var meðal um að slíkt samráð gæti gagnast til framtíðar í stefnumótun og áherslum stjórnvalda í menningarmálum, m.a. með tilliti til sóknaráætlunar 20/20. Menningarsamningar hafa verið gerðir við landshlutasamtök á sjö svæðum á landinu, þ.e. Suðurnesjum, Suðurlandi, Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi og á hverjum stað starfa menningarráð og menningarfulltrúar.

Meðal þess sem rætt var á fundinum var nauðsyn aukinna menningarrannsókna.  Í því efni eru ýmsar hindranir, t.d.  vanti forsendur til að mæla hlut menningar í veltu í atvinnulífinu og bókhaldskerfi sveitarfélaga sé mismunandi og því erfitt fyrir Hagstofu að aðstoða.  Þá var rætt um vaxtarsamninga og menningarsamninga og þá úttekt á þeim síðarnefndu, sem nú er í undirbúningi, Sóknaráætlunin 20/20 var til umræðu  og framlag stjórnvalda til landshluta. Einnig voru viðraðar hugmyndir um nánara samráð menningarráða og menningarfulltrúa við ráðuneytið í ýmsum efnum.

Í máli mennta- og menningarmálaráðherra kom m.a. fram að hún telur samráð af þessu tagi afar gagnlegt og ýmislegt af því, sem kom fram á fundinum, nýtist t.d. við frekari útfærslu á Sóknaráætlun 20/20 og gæta þurfi að hlutur menningar verði ekki fyrir borð borinn í henni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum