Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Norðurlandamót í listhlaupi á skautum

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra setti mótið.
Norðurlandamót í listhlaupi á skautum
Norðurlandamót í listhlaupi á skautum

Norðurlandamót í listhlaupi á skautum er hafið í Egilshöllinni og stendur fram til 3. febrúar. Alls taka 76 keppendur þátt í mótinu, flestir frá Norðurlöndunum en einnig er skráður einn keppendi frá Úkraínu og einn frá Mónakó. Katrín Jakobsdóttir mennta-og menningarmálaráðherra setti mótið á glæsilegri opnunarhátíð.

Níu stúlkur keppa á mótinu fyrir Íslands hönd. Í Senior flokki keppir Guðbjörg Guttormsdóttir, í Junior flokki keppa Agnes Dís Brynjarsdóttir, Júlía Grétarsdóttir,  Nadia Margrét Jamchi  og Vala Rún B. Magnúsdóttir og í Novice flokki keppa Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir, Hrafnhildur Ósk Birgisdóttir, Kristín Valdís Örnólfsdóttir og Þuríður Björg Björgvinsdóttir. 

Undirbúningur íslensku keppendanna hefur gengið vel og kepptu þær flestar á móti í listhlaupi á skautum á alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í Laugardalnum um síðustu helgi. Þar röðuðu íslensku landsliðsstúlkurnar sér í efstu sætin í sínum flokkum og stóðu sig frábærlega. Nánast allar bættu sig þar og náðu betra stigaskori en á Íslandsmótinu í desember.  Það verður því mjög spennandi að fylgjast með gengi þeirra á Norðurlandamótinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum