Hoppa yfir valmynd
1. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar.

Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar
Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Starfsmenntaviðurkenningu Samtaka ferðaþjónustunnar 1. febrúar sl. Þetta var í sjötta sinn sem hún er veitt.  Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli hlaut viðurkenninguna og í rökstuðningi dómnefndar segir m.a. að markviss stefna í símenntun hafi verið hluti af starfsemi Fríhafnarinnar sl. 10 ár og mikill metnaður einkenni fræðslustarfið. Þá eigi markviss nýliðun sér stað og stjórnendur Fríhafnarinnar líta á endurmenntun sem lykilatriði í viðhaldi starfsánægju innan fyrirtækisins. Dómnefndina skipuðu María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúa SAF, Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og Ólafur Jónsson, sviðsstjóra Matvæla- og veitingasviðs Iðunnar fræðsluseturs.

Starfsmenntaviðurkenning Samtaka ferðaþjónustunnar

Á meðfylgjandi mynd frá verðlaunaafhendingu eru frá hægri talið; Ásta Dís Óladóttir, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Sigríður Baldursdóttir, Berglind Karlsdóttir, Edda Halldórsdóttir, Sóley Ragnarsdóttir, Guðbjörg Magnúsdóttir, Árni Gunnarsson, formaður SAF og María Guðmundsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi SAF.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum