Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun skólasamnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurlands, ræddi við nemendur og starfsfólk, og skrifaði undir skólasamning um starf skólans ásamt Olgu Lísu Garðarsdóttur skólameistara.

Undirritun skólasamnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands
Undirritun skólasamnings við Fjölbrautaskóla Suðurlands

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Fjölbrautaskóla Suðurlands, ræddi við nemendur og starfsfólk, og skrifaði undir skólasamning um starf skólans ásamt Olgu Lísu Garðarsdóttur skólameistara. Samkvæmt lögum skal gera samninga við framhaldsskóla til 3-5 ára. Í þeim skal koma fram helstu áherslur í starfsemi skóla og fara skal yfir framkvæmd þeirra árlega. Samningarnir eru grundvöllur samstarfs og samskipta, fjalla um gagnkvæmar skyldur og ábyrgð, endurspegla forgangsröðun og sameiginlegar áherslur um helstu verkefni skóla.

Í heimsókn sinni kynnti ráðherrann sér sérstaklega hestabraut skólans og heimsótti Votmúla þar sem kennsla í verklegum hestabrautargreinum fer fram. Einnig skoðaði ráðherra Odda, Iðu og Hamar og hitti starfsfólk og ræddi við það um margvísleg málefni tengd skólastarfi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum