Hoppa yfir valmynd
6. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lífshlaupið 2013 hófst í dag

Opnunarhátíð Lífshlaupsins var í Flataskóla í Garðabæ með þátttöku mennta- og menningarmálaráðherra og fleiri gest.

Lífshlaupið 2013
Lífshlaupið 2013

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ sem höfðar til allra aldurshópa og sem hvetur alla landsmenn til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, heimilisverkum, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Börnum og unglingum er ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.

Lífshlaupið er einnig vinnustaðakeppni, hvatningarleikur grunnskóla, keppni framhaldsskóla og einstaklingskeppni og á síðasta ári tóku á fimmta tug þúsunda Íslendinga þátt í henni.

Lífshlaupið 2013 hófst í dag

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra, Geir Gunnlaugsson landlæknir og fleiri gestir ásamt nemendum og starfsfólki Flataskóla í Garðabæ opnuðu Lífshlaupið 2013.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum