Hoppa yfir valmynd
7. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenskra táknmálsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn mánudaginn 11. febrúar 2013

Fjölbreytt dagskrá og viðburðir til að vekja athygli á íslenska táknmálinu, stöðu þess og möguleikum.

Degi íslenska táknmálsins verður fagnað í fyrsta sinn mánudaginn 11. febrúar 2013. Í skólum landsins, stofnunum og samtökum verður dagsins minnst með kynningu á íslensku táknmáli.
Kynningarefni er aðgengilegt á signwiki.is sem er þekkingarbrunnur um íslenskt táknmál.
 

Dagskrá mánudaginn 11. febrúar:

9:00 – 10:00     Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir leikskólann Sólborg og
                            Hlíðaskóla.

13:00 – 14:00   Íslenska smáforritið Táknmálsorðabók í símann þinn kynnt
                            Ótengd (off-line) útgáfa af signwiki og fleiri nýjungar verða kynntar á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra
                            Grensásvegi 9, 3. hæð.

15:00 – 18:00   Málþing í Háskóla Íslands
                            Málþing verður haldið um málumhverfi heyrnarlausra barna á Íslandi á vegum Rannsóknarstofu í
                            táknmálsfræðum og Málnefndar um íslenskt táknmál. Þingið verður haldið í stofu 101 í Odda í
                            Háskóla Íslands og hefst kl 15. Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála mun opna þingið
                            og mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir flytur ávarp. Málstofustjórar verða Júlía G. 
                            Hreinsdóttir  og Valgerður Stefánsdótti

15:00 Setning:

  • Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála setur málþingið
  • Börn úr leikskólanum Sólborg syngja á íslensku táknmáli
  • Mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp 

15:30:

  • Sigríður Sigurjónsdóttir: Ljáðu mér eyra eða auga: Áhrif málumhverfis á málþroska barna.
  • Nemandi úr Hlíðaskóla flytur ljóð

16:00:

  • Nedelina Ivanova: Málumhverfi heyrnarlausra barna: Fræðin og reynslan.

16:30-16:50 Kaffihlé

16:50:

  • Júlía G. Hreinsdóttir: Döff - þjóð án landamæra

17:00:

  • Hjördís Anna Haraldsdóttir: Á táknmál erindi í skólastofu? Staða táknmálsins í grunnskóla í gegnum tíðina

17:30:

  • Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Arnar Ægisson: Táknmál er okkar hjartans mál

17:55:

  • Arnar Ægisson: Döff menningaratriði – Hundurinn.

18:00 Málþingi lýkur.

Þögla kvöldið á Íslenska barnum, Pósthússtræti 9 kl 18:30

Þögla kvöldið verður á Íslenska barnum á vegum Félags heyrnarlausra frá kl. 18:30. Allir sem áhuga hafa á táknmáli eru velkomnir hvort sem þeir kunna eitthvað eða ekki. Samskipti eru ekki vandamál. Það þarf bara að þora að reyna og kynnast þannig nýjum heimi.

Laugardagur 9. febrúar – undirbúningur að degi íslenska táknmálsins

 Táknmálskennsla í Kringlunni

Táknmálskennsla verður í Kringlunni á milli klukkan 13 og 15 laugardaginn 9. febrúar til þess að undirbúa daginn. Kennararnir verða á 2. hæðinni við Eymundsson og verslunina Share.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum