Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ný handbók fyrir kennara um þarfir barna með ofvirkni og athyglisbrest

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti fyrsta eintakinu viðtöku í athöfn á vegum ADHD samtakanna.

ADHD og farsæl skólaganga
ADHD og farsæl skólaganga

Að frumkvæði samráðshóps ráðuneyta um aðgerðaáætlun í þágu barna og ungmenna hefur verið gefin út handbókin; ADHD og farsæl skólaganga. Handbókinni er ætlað að dýpka skilning þeirra sem starfa með börnum með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD), einkum á grunnskólastigi, á þörfum nemendanna og  bent er á leiðir til að mæta þeim. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra veitti fyrsta eintakinu viðtöku í athöfn á vegum ADHD samtakanna

Samráðshópurinn starfaði á vegum velferðarráðuneytisins en í honum áttu einnig sæti fulltrúar mennta- og menningarmálaráðuneytis, fjármálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis auk Sambands íslenskra sveitarfélaga. Velferðarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti stóðu straum af öllum kostnaði við gerð handbókarinnar úr sjóði sem sérstaklega var ætlaður til að styrkja þjónustu við börn með ADHD og veittir voru úr fjármunir til ýmissa verkefna sl. þrjú ár. Handbókinni verður nú dreift án endurgjalds í alla grunnskóla, auk þess sem leikskólar geta óskað eftir að fá hana hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þá er hún einnig aðgengileg í vefútgáfu á vef Námsgangastofnunar sem er útgefandi bókarinnar.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum