Hoppa yfir valmynd
11. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur íslenska táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn

Fjölbreytt dagskrá og viðburðir til að vekja athygli á íslenska táknmálinu, stöðu þess og möguleikum.

Dagur íslenskra táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn
Dagur íslenskra táknmálsins haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn

Degi íslenska táknmálsins var fagnað í fyrsta sinn mánudaginn 11. febrúar 2013 víða um land. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti leikskólann Sólborg. Sérstaða hans felst í sameiginlegu uppeldi og menntun fatlaðra og ófatlaðra barna, og stefna og aðferðir taka mið af hugmyndafræði  „Náms án aðgreiningar“.   Stærsti hluti barnanna með sérþarfir eru heyrnarlaus- og heyrnarskert börn.   Í skólanum eru notuð íslenska og íslenskt táknmál. Auk þess fá öll börn í Sólborg tækifæri til að kynnst máli og menningu heyrnarlausra.  Þá heimsótti ráðherra Hlíðaskóla þar sem börnin æfðu sig í að túlka texta vinsælla dægurlaga á táknmáli.

Samskiptamiðstöð heyrnarlausra kynnti íslenska smáforritið „Táknmálsorðabók í símann þinn“ og fleiri nýjungar og haldið var málþing í Háskóla Íslands um málumhverfi heyrnarlausra barna á Íslandi á vegum Rannsóknarstofu í táknmálsfræðum og Málnefndar um íslenskt táknmál. Vigdís Finnbogadóttir verndari norrænna táknmála opnaði þingið, mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp og síðan tók við fjölbreytt dagskrá.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum