Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Skólaheimsóknir

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntaskólann í Reykjavík og Flensborgarskóla í Hafnarfirði.

Katrín Jakobsdóttir heimsótti MR
Katrín Jakobsdóttir heimsótti MR

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Menntaskólann í Reykjavík á dögunum. Þar tók Linda Rós Michaelsdóttir rektor á móti ráðherra og fylgdarliði og sýndi húsakost skólans. Hinar sögufrægu byggingar hans, t.d. bókhlaðan Íþaka, voru heimsóttar og einnig ræddi ráðherra við nemendur í kennslustofum. Að lokinni yfirferðinni sat ráðherra fund með skólastjórnendum í fundarsal á efstu hæð Skólahússins þar sem rædd voru helstu mál er skólann varða.
Þá heimsótti ráðherra Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Þar standa yfir Vakningardagar og þá er hefðbundið skólastarf er brotið upp og nemendur standa fyrir fjölbreyttri dagskrá af ýmsu tagi. Ráðherra hitti skólameistara og fleira starfsfólk, skoðaði umfangsmiklar skreytingar sem nemendur hafa gert í tilefni daganna og ræddi við nemendur.
  

Katrín Jakobsdóttir og Arnar Snær Benediktsson, oddviti Nemendafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði Katrín Jakobsdóttir og Arnar Snær Benediktsson, oddviti Nemendafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum