Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Átta verkefni með þátttöku íslenskra, norskra og pólskra aðila fá styrki

Þróunarsjóður EFTA veitir styrki til menningarsamskipta við Pólland.
Átta verkefni með þátttöku íslenskra, norskra og pólskra aðila fá styrki
Átta verkefni með þátttöku íslenskra, norskra og pólskra aðila fá styrki

Pólska menningarráðuneytið tilkynnti nýlega hvaða verkefni verða styrkt úr sérstökum sjóði, sem fellur undir Þróunarsjóð EES/EFTA ríkjanna og er ætlað að styrkja menningarsamskipti Póllands og EES/EFTA ríkjanna Íslands, Lichtenstein og Noregs.

Alls fengu 24 verkefni styrki , samtals að fjárhæð um 800 milljónir kr. og af þeim eru íslenskir þátttakendur í átta verkefnum, ýmist í tvíhliða verkefnum milli Íslands og Póllands eða einnig með þátttöku norskra aðila. Verkefnin eru á sviði tónlistar, sviðslista, myndlistar, kvikmynda og menningararfs og þeim er ætlað að efla tengsl og menningarsamskipti ríkjanna.

Gert er ráð fyrir að síðar á árinu verði aftur auglýst eftir styrkjum til menningarsamskipta við Pólland og einnig til samskonar verkefna með öðrum ríkjum í Evrópu, sem fá aðstoð fyrir tilstilli Þróunarsjóðsins og ráðstafa hluta hennar til menningarmála. Um er að ræða Lettland, Litháen, Tékkland, Portúgal, Rúmenía, Búlgaría, Slóvakía, Spánn og Ungverjaland.

Frekari upplýsingar um Þróunarsjóðinn og menningarsamskiptin eru á vef norska menningarráðsins, Þróunarsjóðs EES/EFTA eða pólska menningarráðuneytisins

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum