Hoppa yfir valmynd
27. febrúar 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur undirritaður við Nýlistasafnið

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritar samning við Nýlistasafnið um framlag til rekstrar og aðstöðu.
Samningur undirritaður við Nýlistasafnið
Samningur undirritaður við Nýlistasafnið


Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Gunnhildur Hauksdóttir, formaður stjórnar Nýlistasafnsins, undirrituðu tvo samninga um framlög til safnsins. Annar samningurinn er um ráðstöfun styrktar-/rekstrarframlags í fjárlögum vegna starfsemi safnsins. Meðal markmiða samningsins er að styrkja Nýlistasafnið sem vettvang nýrra strauma og tilrauna í myndlist og efla möguleika safnsins til að sinna listaverkaeign sinni þannig að hún varðveitist og gefi sem gleggsta sýn á samtímamyndlist í hugmyndafræðilegum og sögulegum skilningi. Þessi samningur gildir til 31. desember 2015 og framlag ríkisins á yfirstandandi ári verður 7,1 millj.kr.

Hinn samningurinn er um styrk að fjárhæð 1.9 millj.kr. kr. til að fjármagna hluta kostnaðar við flutninga, endurbætur og umbúnað safneignar í nýju húsnæði safnsins við Skúlagötu 28, þar sem öll starfsemi þess er. Samningurinn er gerður á grundvelli heimildar í 11. gr. safnalaga nr. 106/2001, til að styrkja öflun húsnæðis fyrir viðurkennt safn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum