Hoppa yfir valmynd
1. mars 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölmiðlar og kosningar

Skýrsla nefndar um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga.
Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga
Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga
Nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga hefur lokið störfum og skilað af sér  

skýrslu til mennta- og menningarmálaráðherra. Í skýrslunni  er gerð grein fyrir tillögum nefnarinnar og einnig eru upplýsingar um nálgun hennar að viðfangsefninu og ábendingar um atriði sem þarfnast nánari athugunar í náinni framtíð.

Í nefndaráliti meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar dags. 13. júní 2012, við umfjöllun á frumvarpi til laga um breytingu á fjölmiðlalögum nr. 38/2011, (599. mál á 140. löggjafarþingi) var lagt til að mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nefnd um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Var nefndin skipuð fulltrúum sem tilnefndir voru af öllum stjórnmálaflokkum, sem sæti áttu á Alþingi, en formaður var skipaður af ráðherra án tilnefningar. Nefndarmenn voru:

  • Finnur Beck, formaður, skipaður af ráðherra án tilnefningar,
  • Björn Þorláksson, tilnefndur af þingflokki Vinstri hreyfingar græns framboðs,
  • Eysteinn Eyjólfsson, tilnefndur af þingflokki Samfylkingarinnar,
  • Friðrík Þór Guðmundsson, tilnefndur af þingflokki Hreyfingarinnar,
  • Sunna Gunnars Marteinsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokksins og
  • Svanhildur Hólm Valsdóttir, tilnefnd af þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Nefndinni var ætlað að fjalla um athugasemdir Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (OSCE) um framkvæmd kosninga til Alþingis árið 2009 og móta af því tilefni reglur um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga.  Nefndin hélt 11 fundi og stóð m.a. fyrir opnu málþingi um viðfangsefni sitt í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála, og meistaranám í blaðamennsku við Háskóla Íslands.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum