Hoppa yfir valmynd
14. mars 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur undirritaður um Náttúruminjasafn Íslands

Sýning á náttúru Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014.

Sýning á náttúru Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014
Sýning á náttúru Íslands verður opnuð í Perlunni haustið 2014

Í dag undirrituðu Margrét Hallgrímsdóttir settur safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Katrín Júlíusdóttir fjármála- og efnahagsráðherra annars vegar og Jón Gnarr borgarstjóri og Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs hins vegar, samning um leigu á aðstöðu í Perlunni fyrir Náttúruminjasafn Íslands.

Stefnt er að því að grunnsýning Náttúruminjasafnsins verði opnuð í Perlunni haustið 2014. Sýningunni er ætlað að auka vitund landsmanna um náttúru Íslands, vera mikilvæg fyrir náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum og veita aðgang að því mikla fræðsluefni sem er í öðrum vísindastofnunum, náttúruminjasöfnum, náttúrustofum og þjóðgörðum landsins.

Í kjölfar undirritunar leigusamningsins verður efnt til samkeppni um hönnun grunnsýningarinnar í húsinu. Framundan er ráðning nýs forstöðumanns við safnið sem mun leiða mótun sýningarinnar og starfsemi safnsins næstu árin. Uppbygging  grunnsýningar Náttúruminjasafns Íslands er liður í fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem 500 m.kr. er varið til hönnunar og uppsetningar á sýningunni og mótun aðstöðu fyrir safnið í Perlunni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum