Hoppa yfir valmynd
18. mars 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar þing „Model European Parliment“


Þing ungs fólks á framhaldsskólastigi frá ýmsum ríkum Evrópu, þar sem rædd eru þau málefni stjórnmála sem efst eru á baugi hverju sinni, er nú haldið á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar þing „Model European Parliment“
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar þing „Model European Parliment“

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði þing „Model European Parliment“ (MEP) , sem nú er haldið á Íslandi.  MEP hefur frá 2005 beitt sér fyrir þjálfun ungs fólks til virkrar þátttöku í mótun Evrópu framtíðarinnar.   Þetta hefur verið m.a. gert með því að standa að ráðstefnum/þingi þar sem ungt fólk á framhaldsskólastigi frá ýmsum ríkum Evrópu kemur saman og ræðir þau málefni stjórnmála sem efst eru á baugi.    

MEP var upphaflega stofnað af fólki í ríkjum sem liggja að Eystrasalti, en síðustu árin hafa þáttakendur komið víðar að úr Evrópu auk þess að fá nemendahópa utan Evrópu (s.s.  frá Indlandi í Kaupmannahöfn 2011).   Nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja hafa verið fulltrúar Íslands á þessum ráðstefnum síðustu fjögur árin.

Að ósk íslensku skipuleggjendanna var ákveðið að bjóða einnig til þingsins fulltrúum frá Grænlandi, Færeyjum og Noregi og  eru þátttakendur um 80 og frá 15 þjóðlöndum.  Verkefnið er m.a. styrkt af Norrænu ráðherranefndinni.

Á þinginu verður m.a. rætt um hlýnun jarðar, ferðamál og byggðaþróun, fiskveiðar, landbúnað, menntamál og lýðræði. Þátttakendur ræða málefnin  í hópum skipuðum einstaklingum frá mismunandi ríkjum og á lokadegi leggja hóparnir fram tillögur til úrlausnar og greiða um þær  atkvæði. 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum