Hoppa yfir valmynd
20. mars 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Dagur hamingjunnar

Að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna er Alþjóðlegi hamingjudagurinn nú haldinn í fyrsta sinn.

Dagur hamingjunnar
Dagur hamingjunnar

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti í dag leikskólann Vinagarð við Holtaveg í Reykjavík. Tilefnið var Alþjóðlegi hamingjudagurinn, sem haldinn er í nú í fyrsta skipti, 20. mars. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Sameinuðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli á hamingju sem mikilvægu takmarki fyrir einstaklinga og stjórnvöld. Með deginum vill Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna viðurkenna hamingju og vellíðan sem sammannlegt grundvallarmarkmið.
Ráðherra heimsótti nemendur á leikskólanum ásamt landlækni, Geir Gunnlaugssyni. Einnig voru kynntar Fimm leiðir að vellíðan, sem embætti landlæknis hefur gefið út í tilefni af Alþjóðlega hamingjudeginum, og fela í sér fimm einföld skref fyrir unga sem aldna í átt að meiri hamingju. Nemendur sungu fyrir gestina og ræddu við þá um hamingjuna.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum