Hoppa yfir valmynd
10. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðgerðaráætlun um framkvæmd íþróttastefnu

Aðgerðaráætlunin byggist á stefnu í íþróttamálum, sem mennta- og menningarmálaráðherra samþykkti árið 2011.
Íþróttastarf í þágu þjóðarinnar
Íþróttastarf í þágu þjóðarinnar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur samþykkt aðgerðaráætlun um framkvæmd stefnumótunar í íþróttamálum. Ráðherra skipaði á síðasta ári starfshóp til þess að gera tillögur um aðgerðaráætlun um framkvæmd íþróttastefnu, sem byggist á stefnumótun í íþróttamálum, sem ráðherra samþykkti árið 2011. Í starfshópnum voru Óskar Þór Ármannsson, tilnefndur af mennta- og menningarmálaráðherra, sem jafnframt var formaður, Ómar Einarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskara sveitarfélaga og Líney Rut Halldórsdóttir, tilnefnd af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Í aðgerðaráætluninni birtast allar tillögur sem lagt er til að unnið verði með í tengslum við framkvæmd stefnumótunar í íþróttamálum.   Stefnumótunin og aðgerðaráætlunin gilda til ársins 2015.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum