Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti bjóða til fundar um einelti á vinnustöðum.

stöndum saman gegn einelti
stöndum saman gegn einelti

Félag forstöðumanna ríkisstofnanna (FRR) og verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti bjóða til morgunverðarfundar miðvikudaginn 17. apríl nk kl. 8-11 á Hilton Reykjavík Nordica.

Yfirskrift fundarins er: „Einelti á vinnustöðum – birtingarmyndir, afleiðingar og ábyrgð stjórnenda“. Fjallað verður um einelti á vinnustöðum frá sjónarhóli fræðasamfélagsins, fyrirliggjandi rannsókna og ábyrgðar stjórnenda.

Fyrirliggjandi rannsóknir á einelti í starfi ríkisstarfsmanna, sem unnar voru af fjármála- og efnahagsráðuneytinu 2008 og 2010, sýna að einelti mælist 10% og á það jafn við um karla sem konur. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti og FFR leggja ríka áherslu á að þessar niðurstöður eru alls ekki ásættanlegar og ljóst að þörf er á markvissri fræðslu til stjórnenda og vinnustaða almennt. Fyrirhugaður morgunverðarfundur er liður í því að auka þekkingu og færni stjórnenda til að fyrirbyggja einelti og bregðast við því á viðeigandi hátt ef það kemur upp. Ljóst er að til mikils er að vinna fyrir stjórnendur og aðra starfsmenn því einelti á vinnustað er talið geta valdið þeim sem fyrir verða, miklum skaða og vanlíðan, og fyrirtækjum og þjóðfélaginu miklu fjárhagslegu tapi. Því er mikilvægt að vinna markvisst að því að styrkja stjórnendur til takast á við þann vágest sem einelti er.

Dagskrá

  

  • 08:15  –  Morgunverðarhlaðborð.
  • 08:30  –  Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, setur fundinn.
  • 08:40  –  Sigurður Konráðsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands: Einelti sem hugtak.
  • 09:00  –  Ásta Snorradóttir, fagstjóri rannsókna- og heilbrigðisdeildar VER: Einelti á vinnustöðum.
  • 09:30  –  Marteinn Steinar Jónsson, sálfræðingur: Hvað einkennir góðan vinnustað?
  • 10:00  –  Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins: Áskoranir og ábyrgð stjórnanda.
  • 10:20  –  Umræður.
  • 10:50  –  Þóra Arnórsdóttir, fundarstjóri: Samantekt og ályktun fundar.
  • 11:00  –  Dagskrárlok.

Fundarstjóri er Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður.

Þátttökugjald 5000kr, - morgunverður innifalinn.

Morgunverðarfundurinn er einkum ætlaður forstöðumönnum og stjórnendum stofnana ríkisins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum