Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Forvarnir bestar til árangurs

Drög að nýrri reglugerð um einelti á vinnustöðum kynnt.

Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti og Félag forstöðumanna ríkisstofnanna stóð fyrir morgunverðarfundi um einelti á vinnustöðum, miðvikudaginn 17. apríl sl. Rúmlega 100 þátttakendur voru á fundinum frá ýmsum opinberum stofnunum. Frummælendur komu víða að og fjölluðu um einelti á vinnustöðum frá ýmsum sjónarhornum. Vakin var sérstök athygli á að drög að reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað hafa verið birt til kynningar og umsagnar á vef velferðarráðuneytis. Í 2. gr. draganna segir að markmið reglugerðarinnar sé að:

a) koma í veg fyrir einelti, kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, meðal annars með forvörnum,

b) stuðla að gagnkvæmri virðingu á vinnustöðum, svo sem með því að auka vitund og skilning á að einelti, kynferðisleg áreitni og ofbeldi er hegðun sem er óheimil á vinnustöðum,

c) tryggja að gripið verði til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafli, komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað og

d) tryggja að gripið verði til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, sbr. II. kafli, verði atvinnurekandi var við einelti, kynferðislega áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða ágreining í samskiptum starfsmanna sem líkur eru á að leitt geti til slíkrar hegðunar verði ekki gripið til aðgerða.

Nánari frásögn af fundinum eru á vefnum www.gegneinelti.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum