Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

„Markmiðið er skýrt: Að auka gæði menntunar í þágu allra“

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ársfund Kennarasambands Íslands.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ársfund Kennarasambands Íslands.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði ársfund Kennarasambands Íslands.
Á ársfundi Kennarasambands Íslands, sem haldinn er í Reykjavík, er áhersla lögð á umræður um mat á skólastarfi. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði fundinn og gerði grein fyrir hlutverki ráðuneytisins í því efni og sagði m.a.: „Aðalnámskrár skólastiganna, sem nú er verið að innleiða, mynda grunn viðmiða sem mat á skólastarfi hvílir á en í skólanámskrá útfærir hver skóli nánar þau markmið og viðmið sem sett eru fram í aðalnámskrá og eftir atvikum í skólanámskrám.
Mikilvægt er að innra og ytra mat á skólum nái til allra lögbundinna markmiða skólastarfisins, þ.m.t. hlutverks skóla að styrkja nemendur til þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi, efla frumkvæði og sjálfstæða hugsun nemenda, samskiptahæfni og fleiri atriði sem m.a. tengjast grunnþáttum menntunar. [  ]…
á síðasta áratug hefur í auknum mæli verið tekið mið af alþjóðlegum könnunum, einkum og sér í lagi PISA, til að meta árangur grunnskólakerfisins í heild sinni.[ ]
Nú hafa alþjóðlega viðurkenndar samanburðarrannsóknir gefið okkur tækifæri til að meta árangur skólakerfisins á hlutlægan hátt í samanburði við löndin í kringum okkur. Mennta- og menningarmálaráðuneytið stefnir að því að taka reglulega þátt í alþjóðlegum rannsóknum á vegum OECD í samstarfi við önnur lönd. Enda veita slíkar rannsóknir ekki aðeins mikilvægar upplýsingar um stöðu íslenskra nemenda í samanburði við nemendur í öðrum löndum heldur gefur okkur mikilvægar vísbendingar um hvort að þær stefnumótandi aðgerðir sem stjórnvöld grípa til skila tilætluðum árangri“.
Ráðherrann lauk máli sínu með því að árétta að markmiðið væri skýrt: Að auka gæði menntunar í þágu allra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum